Manchester City hafa sett verðmiða á Jack Grealish, leikmann félagsins, en það er tilbúið að samþykkja tilboð sem nema um 40 milljónum punda. Þetta kemur fram á Manchester-miðlinum MEN.
Man City gerði Grealish að dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar árið 2021 er það keypti hann frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda, met sem hefur síðan þá verið slegið nokkrum sinnum.
Englendingurinn er ekki lengur í myndinni hjá Pep Guardiola og var það nokkuð skýrt eftir að hann skildi leikmanninn eftir heima fyrir HM félagsliða.
MEN segir að Grealish sé frjálst að finna sér annað félagið og að Man City er tilbúið að samþykkja tilboð upp á 40 milljónir punda.
Grealish spilaði stórt hlutverk í liði Man City sem vann þrennuna árið 2023 en náði ekki fylgja því á eftir.
Bayer Leverkusen, Everton, Napoli og Newcastle United hafa öll áhuga á Grealish, sem er samningsbundinn Man City til 2027.
Athugasemdir