Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi er loksins genginn í raðir Arsenal frá Real Sociedad eftir að enska félagið virkjaði 51 milljón punda kaupákvæði í samningi hans.
Arsenal náði samkomulagi við Zubimendi og Sociedad í mars sem skrifaði síðan undir langtímasamning við Lundúnafélagið í dag.
Það að Arsenal hafi náð samkomulagi við Zubimendi tímanlega kom sér ansi vel fyrir því spænska félagið Real Madrid sýndi mikinn áhuga á að fá hann í síðasta mánuði en hann hafði þegar gert upp hug sinn.
Liverpool reyndi að fá Zubimendi á síðasta ári, sem var þá mjög áhugasamur, en hafnaði tilboðinu og ákvað að taka annað ár með uppeldisfélaginu.
Þetta eru önnur kaup Arsenal í sumar á eftir spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga sem kom til félagsins frá Chelsea fyrir 5 milljónir punda.
Christian Norgaard, fyrirliði Brentford, er næsti maður inn hjá Arsenal en félögin náðu samkomulagi um kaup og sölu á danska landsliðsmanninum í síðasta mánuði og kemur hann til með að kosta Arsenal um það bil 15 milljónir punda.
Controlling the tempo.
— Arsenal (@Arsenal) July 6, 2025
Martin Zubimendi is a Gunner ?
Original music by Ezra Collective's Femi Koleoso. pic.twitter.com/sYbDanRUnT
Athugasemdir