
Bæði Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir yfirgáfu Bayern München í síðustu viku og gengu í raðir Inter á Ítalíu.
Skrifuðu þær báðar svo kveðjupóst til Bayern þar sem þær þökkuðu fyrir tíma sinn hjá félaginu. Hvorug fékk að spila mikið hjá Bayern en samt sem áður voru þær þakklátar fyrir tíma sinn hjá félaginu.
Skrifuðu þær báðar svo kveðjupóst til Bayern þar sem þær þökkuðu fyrir tíma sinn hjá félaginu. Hvorug fékk að spila mikið hjá Bayern en samt sem áður voru þær þakklátar fyrir tíma sinn hjá félaginu.
„Takk Bayern fjölskyldan mín," skrifar Cecilía. „Frá því ég kom hingað 2022 hef ég vaxið sem manneskja og sem leikmaður. Kannski hefði tíminn minn hérna getað farið betur; hann hefur verið mér meiri áskorun andlega og líkamlega en mér hefði nokkurn tímann getað dottið í hug en ég myndi ekki skipta honum út fyrir neitt."
„Tíminn minn hérna gerði mig að þeirri persónu sem ég er í dag og ég hef eignast vini til lífstíðar."
Færsla Karólínu er á svipuðum nótum.
„FC Bayern mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Frá degi eitt var mér tekið svo vel og ég óx sem bæði persóna og sem leikmaður. Ég hitti besta fólkið og spilaði með sumum af bestu leikmönnum Evrópu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið er ég mjög þakklát fyrir tíma minn hjá félaginu," skrifar Karólína og þakkar stuðningsmönnum félagsins fyrir mikinn stuðning.
Bæði Cecilía og Karólína eru í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu sem er að spila á Evrópumótinu. Þær mæta Sviss í gríðarlega mikilvægum leik í kvöld.
Athugasemdir