Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Styður Sveindísi heilshugar - „Verðum vonandi einn daginn bæði í Bandaríkjunum"
Icelandair
EM KVK 2025
Rob Holding í landsliðstreyju Íslands.
Rob Holding í landsliðstreyju Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltamaðurinn Rob Holding verður aftur mættur í landsliðstreyju Íslands í dag þegar stelpurnar okkar mæta Sviss á Evrópumótinu.

Holding er kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur, leikmanns Íslands, og er hér mættur út til að styðja hana og íslenska liðið.

Holding hefur síðustu ár verið að spila fótbolta á Englandi með Arsenal, Crystal Palace og Sheffield United. Sveindís er á leið til Bandaríkjanna að spila með Angel City í Los Angeles og hann vonast til þess að komast í bandaríska boltann líka.

„Ég styð hana heilshugar í því sem hún gerir. Skipti hennar til Angel City eru frábær. Hún er íslensk stjarna, evrópsk stjarna og verður núna heimsstjarna," sagði Holding við Fótbolta.net á dögunum.

„Þetta verður áskorun fyrir okkur en síðustu sex til sjö mánuðir hjá okkur hafa verið í fjarsambandi þar sem hún hefur verið að spila með Wolfsburg og ég hef verið að spila á Englandi. Það er bara klukkutímaflug en núna eru þetta tíu klukkutímar."

„Við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Draumur minn hefur alltaf verið að spila í MLS-deildinni (í Bandaríkjunum). Þegar hún fékk tækifæri til að fara þangað, þá studdi ég við bakið á henni. Ég sé hvert framtíðin leiðir mig en við verðum vonandi einn daginn bæði í Bandaríkjunum að spila fótbolta," sagði Holding.
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Athugasemdir
banner