
Íslenska kvennalandsliðið mun í kvöld spila gríðarlega mikilvægan leik gegn Sviss á Evrópumótinu.
Í leiknum munu stelpurnar okkar frumsýna nýjan varabúning sem var kynntur fyrir mót; þetta verður fyrsti leikurinn sem þær spila í þessum búning.
Í leiknum munu stelpurnar okkar frumsýna nýjan varabúning sem var kynntur fyrir mót; þetta verður fyrsti leikurinn sem þær spila í þessum búning.
„Treyjan er sérhönnuð fyrir íslenska landsliðið, hönnuðir PUMA sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna og flæði jökuláa landsins. Það er vonandi að sú orka skili okkur langt á mótinu," segir í tilkynningu KSÍ um búninginn.
Treyjurnar eru að nær öllu leyti úr endurunnu hráefni.
Þetta eru sérstakar EM treyjur og vonandi að þær skili góðum árangri inn á vellinum.
Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir