Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
banner
   þri 06. ágúst 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Dominic Furness, þjálfari Tindastóls, var himinlifandi eftir frábæran sigur gegn Kára í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Tindastóll 2 -  1 Kári

Tindastóll, sem er í toppbaráttu 4. deildar, hafði þar betur gegn toppliði 3. deildar eftir framlengdan leik.

„Við erum virkilega ánægðir með þennan sigur, við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum. Við unnum heimavinnuna okkar vel fyrir leikinn, við horfðum á myndbandsupptökur af Kára og vorum tilbúnir," sagði Dominic. „Núna þurfum við að jafna okkur fyrir næsta leik sem er strax á föstudaginn."

Dominic var spurður út í dómgæsluna þar sem var mikið kvartað á meðan á leik stóð, en hann sagðist hafa verið sáttur með dómarann. Hann er hins vegar ekki sáttur með að hans menn þurfi að spila tvo leiki á innan við 72 klukkustundum.

„Við tökum bara einn leik í einu en þetta er mjög erfitt þegar það er svona stutt á milli. Næsti leikur er sá mikilvægasti hingað til á tímabilinu og við munum gera allt í okkar valdi til að vera tilbúnir í þann slag."
Athugasemdir
banner
banner