Dominic Furness, þjálfari Tindastóls, var himinlifandi eftir frábæran sigur gegn Kára í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Tindastóll 2 - 1 Kári
Tindastóll, sem er í toppbaráttu 4. deildar, hafði þar betur gegn toppliði 3. deildar eftir framlengdan leik.
„Við erum virkilega ánægðir með þennan sigur, við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum. Við unnum heimavinnuna okkar vel fyrir leikinn, við horfðum á myndbandsupptökur af Kára og vorum tilbúnir," sagði Dominic. „Núna þurfum við að jafna okkur fyrir næsta leik sem er strax á föstudaginn."
Dominic var spurður út í dómgæsluna þar sem var mikið kvartað á meðan á leik stóð, en hann sagðist hafa verið sáttur með dómarann. Hann er hins vegar ekki sáttur með að hans menn þurfi að spila tvo leiki á innan við 72 klukkustundum.
„Við tökum bara einn leik í einu en þetta er mjög erfitt þegar það er svona stutt á milli. Næsti leikur er sá mikilvægasti hingað til á tímabilinu og við munum gera allt í okkar valdi til að vera tilbúnir í þann slag."
Athugasemdir