Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   þri 06. ágúst 2024 23:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel. Ég er samt helvíti þreyttur ef ég á að vera hreinskilinn." Segir Már Ægisson, leikmaður Fram, eftir 2-1 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Sigurinn var sanngjarn heilt yfir en Már var besti maður vallarins.

„Ég veit ekki alveg hvað skóp sigurinn. Við vorum orkumeiri og sýndum meiri vilja. Við vorum geggjaðir í dag þó að við vorum ekki eins góðir í fyrri hálfleik þá stóðum við okkur helvíti vel í seinni. "

Már átti flotta fyrirgjöf sem nýjasti leikmaður Fram, Djenairo Daniels, stangaði í netið.

„Þetta var geggjað og það var svo gaman að sjá hvað hann var ánægður. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Fram og ekki það seinasta, ég veit það alveg. Hann er að koma vel inn í liðið og er með mikla orku. Hann býst við miklu frá mönnum og er bara frábær gæji."

Már Ægisson er að fara í nám í Bandaríkjunum og spilar ekki meira með Fram í sumar.

„Ég hef þroskast mikið sem leikmaður í sumar undir Rúnari. Ég er búinn að vera frábær í sumar."

Már hefur fengið að prófa nánast allar stöður vallarins undir handleiðslu Rúnars Kristinssonar í sumar.

„Mér finnst það mjög gaman. Það er líka bara alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er bestur í hægri vængbakverðinum en mér finnst skemmtilegast að vera á miðjunni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner