Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   fim 06. september 2018 12:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Aðeins meiri fótbolti en ekkert kjaftæði heldur
Icelandair
Ari Freyr í stuði á æfingunni í dag.
Ari Freyr í stuði á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alveg yndislegt, maður vaknar á morgnana og verður glaður að horfa út um gluggann," sagði Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins, þegar fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hann eftir æfingu landsliðsins í Schruns í Austurríki. Bærinn er gríðarlega fallegur að sögn Ara og getur undirritaður svo sannarlega kvittað undir það.

Þetta er fyrsta verkefni Svíans Erik Hamren og Freys Alexanderssonar með liðinu. Ísland er að fara að spila við Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. Leikið verður gegn Sviss í St. Gallen á laugardaginn, en Ísland fer yfir til Sviss í dag.

„Hann (Erik Hamren) er fínn, það er þægilegra að tala við hann á sænsku en ensku. Það er mikið af fundum. Hann vill ekki breyta miklu, en vill samt koma með sínar áherslur í liðið."

„Þetta er mjög svipað og við höfum verið að gera. Hann vill kannski spila aðeins meiri fótbolta, en ekkert kjaftæði heldur."

Næsti leikur er eins og áður segir gegn Sviss. Ari gæti fengið að takast á við Xherdan Shaqiri, stærstu stjörnu Sviss í leiknum. Shaqiri er á mála hjá Liverpool.

„Aftur, já," segir Ari en hann hefur áður fengið að takast á við leikmanninn með íslenska landsliðinu. „Þeir eru með nokkra mjög góða leikmenn og góða liðsheild, en það erum við líka með. Ég held að þetta verði jafn leikur, góður leikur."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner