Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. september 2019 10:53
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar: Ánægð með að hafa tekið skrefið í eitthvað nýtt og öðruvísi
Icelandair
Aron Einar í Katar.
Aron Einar í Katar.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur leikið tvo leiki með Al-Arabi í Katar en hann segir að það sé erfitt verkefni að vera varnartengiliður í deildinni.

„Þetta kom mér á óvart. Þetta eru opnir leikir. Það er ekki mikið um varnartaktík. Fyrir varnartengilið eru þetta erfiðir leikir. Þetta er ótrúlega lærdómsríkt og gaman," sagði Aron á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður út í fótboltann í Katar.

Aron spilar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar en Al-Arabi er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum.

„Við vorum að spila í síðasta leik á móti einu af tveimur bestu liðunum í Katar og það gekk vel. Það er mikill uppgangur, það er verið að reyna að bæta landsliðið og maður sér að það er að takast. Þeir hafa eytt miklu púðri í deildina og landsliðið sitt. Þeir unnu Asíbuikarinn og stóðu sig vel í Copa America, Þeir eru á fínu róli og það er gaman að taka þátt í þessu. Þetta er öðruvísi en England, það er ekki mikil keyrsla og pressa og þar. Það er nákvæmlega það sem ég var að sækjast eftir."

Svo var Aron spurður út í það hvernig fjölskyldan væri að finna sig í nýju og framandi landi.

„Það er heitt á daginn," sagði Aron og hló. „Við erum búin að koma okkur fyrir. Drengurinn er byrjaður í skóla og við erum ánægð með að hafa tekið skref í eitthvað nýtt og öðruvísi."

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn við Moldavíu
Smelltu hér til að kaupa haustmiða á alla leikina
Athugasemdir
banner
banner