Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. september 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Caster Semenya úr frjálsum íþróttum yfir í fótbolta
Caster Semenya.
Caster Semenya.
Mynd: Getty Images
Caster Semenya, heims og Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna, hefur hoppað úr gaddaskónum yfir í takkaskóna og gengið til liðs við JVW í Suður-Afríku.

Semenya er 28 ára gömul en hún má ekki keppa áfram í 800 metra hlaupi nema hún taki inn lyf til að halda testosterone niðri.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið tók þessa reglu upp á árinu en Semenya þykir hafa of hátt magn af testesterone í blóðinu sínu.

Semenya hefur mótmælt þessari nýju reglugerðarbreytingu en á meðal málið er í farvegi hefur hún ákveðið að snúa sér að fótboltanum.

Félagaskiptaglugginn í Suður-Afríku er lokaður þar til á næsta ári en Semenya mun æfa með JVW og vera klár í næsta tímabil.

„Ég hlakka til að fara í þetta nýja ferðalag. Ég þakka fyrir ástina og stuðninginn sem ég hef fengið frá liðinu," sagði Semenya.
Athugasemdir
banner
banner
banner