Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 06. september 2020 10:30
Victor Pálsson
Keane segir að Ward-Prowse hafi svindlað gegn Íslandi
Icelandair
Roy Keane var ekki sáttur.
Roy Keane var ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Englandi í Þjóðadeildinni í gær en leikið var á Laugardalsvelli fyrir luktum dyrum.

Tap íslenska liðsins var gríðarlega svekkjandi en sigurmark Englands kom á 91. mínútu þegar Raheem Sterling skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri.

Tveimur mínútum seinna fékk Ísland hins vegar víti en Birkir Bjarnason klikkaði á punktinum og setti boltann vel yfir markið.

Það vakti athygli fyrir spyrnuna að James Ward-Prowse, leikmaður Englands, traðkaði á vítapunktinum sjálfum áður en Birkir lét vaða.

Roy Keane, goðsögn Manchester United, var ekki ánægður með þessi brögð Ward-Prowse og segir hann hafa svindlað í viðureigninni.

„Þetta kallast að svindla. Ég vil ekki sjá þetta. Þetta er ekki leyfilegt," sagði Keane í settinu hjá ITV Sport í gær.

Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, var með Keane í settinu en hann var á öðru máli og hrósaði miðjumanninum.

Þess má geta að bæði lið enduðu leikinn með tíu menn en Kyle Walker fékk rautt spjald hjá Englendingum og Sverrir Ingi Ingason rautt hjá því íslenska.

Hér fyrir neðan má sjá þegar Ward-Prowse traðkaði á punktinum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner