Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. nóvember 2019 15:26
Magnús Már Einarsson
Eyjólfur Héðins styrktarþjálfari Stjörnunnar - Rajko á leiðinni?
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn reyndi Eyjólfur Héðinsson verður styrktarþjálfari Stjörnunnar á komandi tímabili samhliða því að spila með liðinu.

Andri Freyr Hafsteinsson hefur verið styrkarþjálfari Stjörnunnar en Eyjólfur tekur nú við því starfi.

Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson verða saman aðalþjálfarar Stjörnunnar en þetta var tilkynnt í dag.

Fjalar Þorgeirsson var markmanns og aðstoðarþjálfari Stjörnunnar á síðasta tímabili og Veigar Páll Gunnarsson var einnig aðstoðarþjálfari. Þeir verða ekki áfram í þjálfarateyminu.

Markmannsþjálfaramálin hjá Stjörnunni eru í skoðun en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er möguleiki á að Rajko Stanisic taki við starfinu. Rajko hefur undanfarin ár starfað hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner