Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   mið 06. desember 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zaragoza verður leikmaður Bayern næsta sumar (Staðfest)
Mynd: EPA
Bayern Munchen hefur fest kaup á spænska kantmanninum Bryan Zaragoza. Hann er leikmaður Granada og mun ganga í raðir þýska félagsins næsta sumar.

Hann er 22 ára og lék sinn fyrsta landsleik í október. Hann gekk í raðir Granada árið 2019 og var fyrsta árið hluti af unglingaliði félagsins. Hann hefur verið á mála hjá félaginu allan sinn meistaraflokksferil til þessa, en var á láni hjá El Ejido tímabilið 2020-21. Í 52 deildarleikjum hefur hann skorað tíu mörk.

Zaragoza hefur náð samkomulagi um fimm ára samning og verður því samningsbundinn Bayern fram á sumarið 2029.

Brentford og RB Leipzig voru einnig orðuð við leikmanninn sem hefur skorað fimm mörk í La Liga á tímabilinu og lagt upp tvö mörk fyrir Granada sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner