Bayern Munchen hefur fest kaup á spænska kantmanninum Bryan Zaragoza. Hann er leikmaður Granada og mun ganga í raðir þýska félagsins næsta sumar.
Hann er 22 ára og lék sinn fyrsta landsleik í október. Hann gekk í raðir Granada árið 2019 og var fyrsta árið hluti af unglingaliði félagsins. Hann hefur verið á mála hjá félaginu allan sinn meistaraflokksferil til þessa, en var á láni hjá El Ejido tímabilið 2020-21. Í 52 deildarleikjum hefur hann skorað tíu mörk.
Hann er 22 ára og lék sinn fyrsta landsleik í október. Hann gekk í raðir Granada árið 2019 og var fyrsta árið hluti af unglingaliði félagsins. Hann hefur verið á mála hjá félaginu allan sinn meistaraflokksferil til þessa, en var á láni hjá El Ejido tímabilið 2020-21. Í 52 deildarleikjum hefur hann skorað tíu mörk.
Zaragoza hefur náð samkomulagi um fimm ára samning og verður því samningsbundinn Bayern fram á sumarið 2029.
Brentford og RB Leipzig voru einnig orðuð við leikmanninn sem hefur skorað fimm mörk í La Liga á tímabilinu og lagt upp tvö mörk fyrir Granada sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.
???????????? Bryan Zaragoza had the chance to join RB Leipzig in January for €14m clause — but Bryan wanted to stay at Granada to help the club in relegation battle.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023
FC Bayern will pay just €1m more but allowing Bryan to stay until June as he and Granada director Tognozzi wanted. pic.twitter.com/BXCj2z1XUD
Athugasemdir