Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 10:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK ætlar sér að fá Óla Eyjólfs heim
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net boðið Ólafi Erni Eyjólfssyni samning Ólafur Örn er þrítugur miðjumaður sem uppalinn er hjá HK en hefur leikið með Þrótti Vogum undanfarin tvö tímabil.

Á sínum meistaraflokksferli hefur Ólafur leikið með HK, KV, Fjarðabyggð og Þrótti Vogum.

Samningur hans við Þróttara rennur út í lok árs. Hann á að baki 126 keppnisleiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað níu mörk. Á liðnu tímabili skoraði Ólafur þrjú mörk í tólf leikjum í 2. deild. Hann var fyrirliði Þróttara á liðnu tímabili.

HK verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili eftir fall úr Bestu deildinni á liðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner