HK hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net boðið Ólafi Erni Eyjólfssyni samning Ólafur Örn er þrítugur miðjumaður sem uppalinn er hjá HK en hefur leikið með Þrótti Vogum undanfarin tvö tímabil.
Á sínum meistaraflokksferli hefur Ólafur leikið með HK, KV, Fjarðabyggð og Þrótti Vogum.
Á sínum meistaraflokksferli hefur Ólafur leikið með HK, KV, Fjarðabyggð og Þrótti Vogum.
Samningur hans við Þróttara rennur út í lok árs. Hann á að baki 126 keppnisleiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað níu mörk. Á liðnu tímabili skoraði Ólafur þrjú mörk í tólf leikjum í 2. deild. Hann var fyrirliði Þróttara á liðnu tímabili.
HK verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili eftir fall úr Bestu deildinni á liðnu tímabili.
Athugasemdir