Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mán 07. janúar 2019 23:08
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Ég varð að gera þessar breytingar
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool voru slegnir úr leik í enska bikarnum fyrr í kvöld er þeir heimsóttu Wolves á Molineux leikvanginn.

Klopp var gagnrýndur fyrir að gera níu breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði gegn Manchester City og útskýrði hann valið sitt að leikslokum.

„Ég varð að gera þessar níu breytingar. Nokkrir leikmenn voru tæpir, aðrir veikir og svo misstum við Lallana aftur í meiðsli," sagði Klopp að leikslokum.

„Henderson er ennþá tæpur eftir leikinn gegn Man City og Virgil gat ekki spilað, hann er heima og við vonum að það sé ekkert alvarlegt.

„Svo meiddist Lovren á nára í leiknum og það kom öllu starfsliðinu mikið á óvart, þessi meiðsli komu uppúr þurru. Við vitum ekki hversu lengi hann verður frá."


Hinn 16 ára gamli Ki-Jana Hoever tók stöðu Lovren í hjarta varnarinnar og lék þar við hliðina á Fabinho sem þurfti að spila í miðverði vegna manneklu.

„Ég veit ekki hvað fólk hefði sagt ef ég hefði byrjað með Ki-Jana og Fabinho í vörninni. Einhverjir mjög gáfaðir einstaklingar hefðu ásakað mig um að bera ekki virðingu fyrir keppninni eða eitthvað þess háttar.

„Auðvitað er engin glóra í því að byrja með 16 ára miðvörð en hann gerði vel eftir að hann kom inná. Þetta var frábært tækifæri fyrir hann, aldurinn hans skipti engu máli í þessum leik, ég er sáttur með frammistöðu hans."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner