Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   lau 18. maí 2024 23:41
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Einherji vann á Valsvelli - Hrönn með þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveir leikir fóru fram í 2. deild kvenna í dag þar sem Einherji og ÍH unnu góða útivallarsigra.

Claudia Merino gerði eina mark leiksins er Einherji sigraði gegn KH á Valsvelli.

Staðan var markalaus allt til loka venjulegs leiktíma þegar Claudia skoraði. Hún tryggði þar með fyrstu stig Einherja í sumar þar sem liðið er með þrjú stig eftir tvær umferðir. KH er einnig með þrjú stig.

Vestri fékk þá ÍH í heimsókn og áttu Ísfirðingar ekki möguleika gegn sprækum Hafnfirðingum.

Hrönn Haraldsdóttir var best á vellinum þar sem hún skoraði þrennu í fimm marka sigri.

ÍH er með sex stig eftir tvær umferðir á meðan Vestri er án stiga eftir þrjár. Vestri á enn eftir að skora mark á upphafi tímabils.

KH 0 - 1 Einherji
0-1 Claudia Maria Daga Merino ('89 )

Vestri 0 - 5 ÍH
0-1 Hafrún Birna Helgadóttir ('10 )
0-2 Hrönn Haraldsdóttir ('20 )
0-3 Hrönn Haraldsdóttir ('27 )
0-4 Hrönn Haraldsdóttir ('41 )
0-5 Birta Árnadóttir ('75 )
Athugasemdir
banner
banner