Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mán 07. janúar 2019 09:30
Arnar Helgi Magnússon
Man Utd vill varnarmann Roma - Falur fyrir 32 milljónir punda
Powerade
Kostas Manolas
Kostas Manolas
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham
Tammy Abraham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þá er slúðurpakkinn kominn úr prentun en þar kennir ýmissa grasa þennan mánudaginn. Það er aldrei gúrkutíð hjá bresku blöðunum. BBC tók saman.


Barcelona ætlar ekki að selja spænska miðjumanninn Denis Suarez til Arsenal í þessum mánuði. (Mirror)

Wolves og Chelsea hafa komist að samkomulagi um lánssamning á Tammy Abraham. Það er hinsvegar í höndum Abraham að velja hvort hann klári tímabilið með Aston Villa eða Wolves. (Express og Star)

Manchester United er með augastað á gríska miðverðinum Kostas Malonas sem er á mála hjá Roma. Hann er falur fyrir 32 milljónir punda. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City segir það ekki koma til greina að Phil Foden yfirgefi Manchester City í glugganum. (Independent)

Arsenal ætlar ekki að bjóða 45 milljónir punda í Cengiz Under, leikmann Roma en ítalska félagið mun ekki samþykkja tilboð lægra en 45 milljónir punda.(Star)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace segist aldrei hafa heyrt um Josh Maja leikmann Sunderland sem að hefur verið orðaður við Crystal Palace í janúar. (Mirror)

Aston Villa undirbýr nú tilboð í Neal Maupay, framherja Brentford en eins og fyrr segir gæti Villa verið að missa Abraham til Wolves. (Sun)

Abdulkadir Omur, miðjumaður Trabzonspor hefur verið orðaður við Liverpool en hann segir að hann myndi njóta þess að spila undir stjórn Jurgen Klopp. (Liverpool Echo)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth útilokar ekki að félagið sækji sér fleiri leikmenn í janúar en Nathaniel Clyne og Dominic Solanke eru þú þegar komnir. (Sky)

Hibernian hefur fengið Tom Glover, markvörð Tottenham á reynslu en hann ferðast með liðinu til Dubai þar sem að Hibernian æfir næstu daga. (Edinburgh News)

Samningur Rafa Benitez við Newcastle rennur út í sumar en hann gæti framlengt um eitt ár. (Newcastle Chronicle)

Barnsley ætlar að bjóða í Andrew Nelson, framherja Sunderland sem hefur verið á láni hjá Darlington í vetur. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner