Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. janúar 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Antonio framlengir við West Ham
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn stóri og stæðilegi Michail Antonio hefur skrifað undir nýjan samning við Wes Ham.

Samningurinn er til sumarsins 2024 með möguleika á einu ári til viðbótar.

Antonio er 31 árs og hefur skorað 55 mörk fyrir West Ham síðan hann kom frá Nottingham Forest 2015.

Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá liðinu undir stjórn David Moyes.

West Ham er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Arsenal sem er í Metaradeildarsætinu eftirsótta.


Athugasemdir
banner
banner
banner