banner
   þri 07. febrúar 2023 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSG þarf að lækka launakostnaðinn um 30%
PSG er búið að bjóða Messi nýjan samning.
PSG er búið að bjóða Messi nýjan samning.
Mynd: EPA

L'Equipe greinir frá því að franska stórveldið Paris Saint-Germain þurfi að lækka launakostnaðinn sinn um 30% næsta sumar til að forðast að brjóta fjármálaháttvísisreglur, FFP.


PSG er með afar launaháa leikmenn á borð við Neymar, Kylian Mbappe og Lionel Messi á sínum snærum og á þess vegna í erfiðleikum með að halda launaseðlinum niðri.

PSG hefur farið varlega í leikmannakaup og samninga undanfarin misseri í tilraun sinni til að starfa innan háttvísisreglnanna sem eru í gildi.

Félagið þarf að losa sig við einhverja leikmenn og mögulega endursemja við aðra til að lækka útgjöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner