„Tilfinningin er ótrúlega góð," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 0-5 sigur gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag.
Lestu um leikinn: Hvíta-Rússland 0 - 5 Ísland
Það er mjög ánægjulegt að Sara, sem eignaðist nýverið sitt fyrsta barn, sé komin aftur í íslenska landsliðsbúninginn.
Sara sneri aftur með félagsliði sínu, Lyon í Frakklandi, í síðasta mánuði. Hún spilaði síðast með landsliðinu í Ungverjalandi 1. desember 2020 en fór í kjölfar þess í barnsburðarleyfi. Hún er 31 árs og hefur spilað 136 A-landsleiki og skorað í þeim 22 mörk. Stórkostlegur leikmaður.
„Þegar við skoruðum fyrsta markið, þá gekk þetta miklu betur. Við náðum að setja enn fleiri og koma okkur í þægilega stöðu. Um leið og við náðum að skora á þær, þá vorum við með þetta."
Sara var spurð að því hvort hún ætlaði sér að byrja gegn Tékklandi. „Þú verður að spyrja Steina að þessu. Ég vonast auðvitað eftir því."
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























