Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. maí 2021 18:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 7. sæti
Fram er spáð 7. sæti í 2. deild
Fram er spáð 7. sæti í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fríða Þórisdóttir er fyrirliði Fram
Fríða Þórisdóttir er fyrirliði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við báðum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Fram
8. Hamrarnir
9. Hamar
10. Álftanes
11. SR
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: 7. sæti í 2. deild

Þjálfari: Christopher Harrington er á leið inn í sitt annað tímabil með liðið. Honum til aðstoðar er Alexandre Fernandez Massot sem áður þjálfaði meistaraflokk Sindra.

Það er metnaður í Fram-liðinu sem hefur vaxið síðan meistaraflokkur var endurreistur fyrir síðasta tímabil. Liðið er vel þjálfað og hefur tekið miklum framförum á stuttum tíma. Tveir erlendir leikmenn munu leika með liðinu í sumar og í þeim verður mikill styrkur.

Lykilmenn: Hannah Jane Cade, Gianna Mattea Milaro, Margrét Regína Grétarsdóttir

Gaman að fylgjast með: Oddný Sara Helgadóttir. Mjög efnilegur kantmaður sem var frábær í síðasta leik og virðist ætla mæta sterk til leiks í sumar og lofar góðu.

Við heyrðum í Christopher þjálfara og spurðum hann út í spánna og sumarið:

Hvað finnst þér um að vera spáð 7. sætinu?

„Ekkert. Starf mitt felst í að hugsa um leikmennina mína, liðið mitt og klúbbinn minn.”

Hver eru markmið Fram fyrir sumarið?

„Að enda einu sætti ofar en í fyrra.“

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?
„Við höldum áfram að gefa ungum og hungruðum íslenskum leikmönnum tækifæri til að ná árangri. Við fengum líka leikmenn erlendis frá sem munu hjálpa íslensku stelpunum að þroskast sem leikmenn.“

Við hverju má búast af 2.deild í sumar?

„Ef Lengjudeildin í ár verður sú sterkasta í sögunni þá verður 2.deildin líka sú sterkasta frá upphafi.“

Hvað finnst þér um keppnisfyrirkomulagið í deildinni?

„Það er algjört grín. Alltof fáir leikir spilaðir sem hindrar framþróun ungu leikmannanna sem þurfa að spila leiki. Deildin ætti að snúast um að spila leiki.“

Komnar:
Ásta Hind Ómarsdóttir frá HK
Dagný Pálsdóttir frá Fjölni
Elinóra Ýr Kristjánsdóttir frá ÍA
Erika Rún Heiðarsdóttir frá Aftureldingu
Freyja Rún Kristinsdóttir frá Sindra
Gianna Mattea Milaro frá Ástralíu
Halla Þórdís Svansdóttir á láni frá Aftureldingu
Hannah Jane Cade frá Bandaríkjunum
Jóhanna Kristín Kristinsdóttir frá Aftureldingu
Kristín Gyða Davíðsdóttir á láni frá Aftureldingu
Lára Ósk Albertsdóttir frá HK
Margrét Regína Grétarsdóttir frá Aftureldingu
Margrét Selma Steingrímsdóttir frá Hömrunum
Oddný Sara Helgadóttir frá FH
Ólöf Ragnarsdóttir frá HK

Farnar:
Arna Sól Sævarsdóttir í HK
Elín Björt Einarsdóttir í Fjölni
Ester Gunnarsdóttir í KM
Guðbjörg Ólafsdóttir í KM
Halla Þórdís Svansdóttir í Aftureldingu
Ingibjörg Fjóla Ágústsdóttir í Tindastól
Magðalena Ólafsdóttir í HK

Fyrstu leikir Fram:
12. maí Fram - Hamrarnir
22. maí Sindri - Fram
7. júní Fram - SR
Athugasemdir
banner
banner