Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 07. maí 2022 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við erum búnir að vera betri í öllum leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var frekar svekktur eftir 0-0 jafntefli gegn KA í dag. Rúnar kom í viðtal þar sem bæði fréttamaður MBL og Fotbolti.net spurðu hann spurninga.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Þú hlýtur að vera svekktari en Arnar (Grétarsson) eftir þennan leik?

„Já ég held það við vorum töluvert meira með boltann bæði jafnmargir inn á vellinum og einum fleiri en við bara sköpuðum ekki nægilega mikið. Við færum boltann margoft á milli kanta að reyna finna glufur, finnum þær ekki og þegar við komum boltanum inn í teiginn þá kannski erum við ekki nægilega margir eða nægilega aggresívir og hittum ekki á okkar menn. Þetta fer allt á KA menn sem voru mjög þéttir fyrir og vörðust ofboðslega vel og unnu vel fyrir þessu stigi. Þannig við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt að við höfum ekki nýtt þessi fáu tækifæri og fáu möguleika sem við höfðum til að búa eitthvað til betur."

Það var mikill hiti í leiknum hvernig fannst þér dómarinn standa sig?

"Mér fannst hann vera frábær.  Ég get ekki dæmt um rauða spjaldið því það var allt of langt frá mér ég sé ekkert hvað gerist en þegar slík atriði verða þá æsast leikar. Liðið sem verður fyrir því að fá rautt spjald það verður aðeins æstara og pirraðara og það upphefst alltaf einhver djöfulsins læti sem fylgir fótboltanum. Mér fannst samt dómarinn höndla þetta allt mjög vel, stóð fastur á sínu. Svo er bara annað að dæma hvað er rétt og hvað er rangt þegar maður er búinn að sjá þessi video, en mér fannst þeir standa sig vel."

4 stig eftir 4 leiki, þetta hefði getað farið betur af stað?

"Já miklu betur  við hefðum getað verið með 12 ef við hefðum unnið alla en það er bara alltaf ef og hefði í fótbolta. Við erum bara með 4 við verðum að sætta okkur við það. Við getum engu breytt um það við þurfum bara að bæta okkar leik og fara skora mörk. Út á vellinum erum við að stjórna stórum pörtum af leikjunum sem við erum búnir að spila, við erum búnir að vera betri í öllum leikjunum sem við erum búnir að spila í sumar en það telur ekki ef þú skorar ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Rúnar talar nánar um samband sitt við Arnar og frammistöðu síns liðs.


Athugasemdir
banner
banner