Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 07. maí 2022 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við erum búnir að vera betri í öllum leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var frekar svekktur eftir 0-0 jafntefli gegn KA í dag. Rúnar kom í viðtal þar sem bæði fréttamaður MBL og Fotbolti.net spurðu hann spurninga.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Þú hlýtur að vera svekktari en Arnar (Grétarsson) eftir þennan leik?

„Já ég held það við vorum töluvert meira með boltann bæði jafnmargir inn á vellinum og einum fleiri en við bara sköpuðum ekki nægilega mikið. Við færum boltann margoft á milli kanta að reyna finna glufur, finnum þær ekki og þegar við komum boltanum inn í teiginn þá kannski erum við ekki nægilega margir eða nægilega aggresívir og hittum ekki á okkar menn. Þetta fer allt á KA menn sem voru mjög þéttir fyrir og vörðust ofboðslega vel og unnu vel fyrir þessu stigi. Þannig við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt að við höfum ekki nýtt þessi fáu tækifæri og fáu möguleika sem við höfðum til að búa eitthvað til betur."

Það var mikill hiti í leiknum hvernig fannst þér dómarinn standa sig?

"Mér fannst hann vera frábær.  Ég get ekki dæmt um rauða spjaldið því það var allt of langt frá mér ég sé ekkert hvað gerist en þegar slík atriði verða þá æsast leikar. Liðið sem verður fyrir því að fá rautt spjald það verður aðeins æstara og pirraðara og það upphefst alltaf einhver djöfulsins læti sem fylgir fótboltanum. Mér fannst samt dómarinn höndla þetta allt mjög vel, stóð fastur á sínu. Svo er bara annað að dæma hvað er rétt og hvað er rangt þegar maður er búinn að sjá þessi video, en mér fannst þeir standa sig vel."

4 stig eftir 4 leiki, þetta hefði getað farið betur af stað?

"Já miklu betur  við hefðum getað verið með 12 ef við hefðum unnið alla en það er bara alltaf ef og hefði í fótbolta. Við erum bara með 4 við verðum að sætta okkur við það. Við getum engu breytt um það við þurfum bara að bæta okkar leik og fara skora mörk. Út á vellinum erum við að stjórna stórum pörtum af leikjunum sem við erum búnir að spila, við erum búnir að vera betri í öllum leikjunum sem við erum búnir að spila í sumar en það telur ekki ef þú skorar ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Rúnar talar nánar um samband sitt við Arnar og frammistöðu síns liðs.


Athugasemdir
banner