Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 07. maí 2022 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við erum búnir að vera betri í öllum leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var frekar svekktur eftir 0-0 jafntefli gegn KA í dag. Rúnar kom í viðtal þar sem bæði fréttamaður MBL og Fotbolti.net spurðu hann spurninga.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Þú hlýtur að vera svekktari en Arnar (Grétarsson) eftir þennan leik?

„Já ég held það við vorum töluvert meira með boltann bæði jafnmargir inn á vellinum og einum fleiri en við bara sköpuðum ekki nægilega mikið. Við færum boltann margoft á milli kanta að reyna finna glufur, finnum þær ekki og þegar við komum boltanum inn í teiginn þá kannski erum við ekki nægilega margir eða nægilega aggresívir og hittum ekki á okkar menn. Þetta fer allt á KA menn sem voru mjög þéttir fyrir og vörðust ofboðslega vel og unnu vel fyrir þessu stigi. Þannig við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt að við höfum ekki nýtt þessi fáu tækifæri og fáu möguleika sem við höfðum til að búa eitthvað til betur."

Það var mikill hiti í leiknum hvernig fannst þér dómarinn standa sig?

"Mér fannst hann vera frábær.  Ég get ekki dæmt um rauða spjaldið því það var allt of langt frá mér ég sé ekkert hvað gerist en þegar slík atriði verða þá æsast leikar. Liðið sem verður fyrir því að fá rautt spjald það verður aðeins æstara og pirraðara og það upphefst alltaf einhver djöfulsins læti sem fylgir fótboltanum. Mér fannst samt dómarinn höndla þetta allt mjög vel, stóð fastur á sínu. Svo er bara annað að dæma hvað er rétt og hvað er rangt þegar maður er búinn að sjá þessi video, en mér fannst þeir standa sig vel."

4 stig eftir 4 leiki, þetta hefði getað farið betur af stað?

"Já miklu betur  við hefðum getað verið með 12 ef við hefðum unnið alla en það er bara alltaf ef og hefði í fótbolta. Við erum bara með 4 við verðum að sætta okkur við það. Við getum engu breytt um það við þurfum bara að bæta okkar leik og fara skora mörk. Út á vellinum erum við að stjórna stórum pörtum af leikjunum sem við erum búnir að spila, við erum búnir að vera betri í öllum leikjunum sem við erum búnir að spila í sumar en það telur ekki ef þú skorar ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Rúnar talar nánar um samband sitt við Arnar og frammistöðu síns liðs.


Athugasemdir