Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. júní 2019 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard: Stærsta og erfiðasta ákvörðun ferilsins
Hazard er ekki aðeins goðsögn hjá Chelsea. Hann er úrvalsdeildargoðsögn.
Hazard er ekki aðeins goðsögn hjá Chelsea. Hann er úrvalsdeildargoðsögn.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard er genginn til liðs við Real Madird og er búinn að gefa út yfirlýsingu á Facebook þar sem hann þakkar Chelsea fyrir liðna tíma.

„Það er ekki leyndarmál að draumur minn hefur alltaf verið að spila fyrir Real Madrid, allt frá því að ég skoraði mitt fyrsta mark sem lítill strákur," segir Hazard.

„Ég hef gert mitt besta til að láta allt umtalið í kringum félagaskiptin ekki hafa áhrif á mig eða félagið. Nú hafa félögin komist að samkomulagi og ég fæ tækifæri til að hefja næsta kafla.

„Að yfirgefa Chelsea er stærsta og erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum. Ég hef notið hverrar stundar hérna og mér datt aldrei í hug að ganga til liðs við neitt annað félag."


Hazard talar um að hann hafi orðið að manni hjá Chelsea en hann kom til félagsins aðeins 21 árs gamall.

Hazard skoraði 110 mörk í 352 leikjum fyrir Chelsea. Hann vann úrvalsdeildina tvisvar sinnum með félaginu og var valinn besti leikmaður deildarinnar 2014-15. Hann var næstbestur 2013-14 og 2016-17.

Með Chelsea vann hann einnig enska bikarinn, deildabikarinn og Evrópudeildina í tvígang.

Hann var valinn í FIFPro lið ársins í fyrra og hefur verið valinn í lið tímabilsins í úrvalsdeildinni fjórum sinnum.

Hazard er svo sannarlega goðsögn hjá Chelsea. Á sjö árum var hann fjórum sinnum valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

„Ég mun alltaf fylgjast með Chelsea og ég vona að við mætumst í Meistaradeildinni á næsta tímabili og öll tímabilin eftir það."
Athugasemdir
banner
banner
banner