Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. júlí 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Sigurður spáir í leik Rússlands og Króatíu
Orri varð Íslandsmeistari með Val í fyrra.
Orri varð Íslandsmeistari með Val í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 15:30 fer af stað síðasti leikur 8-liða úrslitanna á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Króatía spilar við gestgjafa Rússlands um síðasta plássið í undanúrslitunum.

Ná Króatar að stöðva heimamenn í Rússlandi? Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Sarpsborg í Noregi, spáir því.

Rússland 1 - 3 Króatía (klukkan 18:00)
Króatía eru búið að vera alveg galið gott á þessu Heimsmeistaramóti og þeir taka þennan leik nokkuð örugglega. Modric og Rakitic nenna voðalega lítið að hafa þetta aftur jafn tæpt og á móti Dönum og þeir setja í annan gír núna.

Rússland fór þægilega upp úr riðlinum sínum með Cheryshev fremstan í flokki og tóku svo Spánverjana óvænt í 16-liða úrslitum. Hérna hins vegar lenda þeir á vegg og tapa á móti liði sem mætir ekki með neitt vanmat inn í þennan leik og ég held að þetta verði þægilegt fyrir Króatíu.

Eini séns Rússlands er sá að Pútín hringi símtal í hálfleik og dómarinn gefi Rússlandi ca 1-2 VAR víti, það er eini sénsinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner