Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 07. júlí 2020 22:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milo: Alltaf gaman að vinna Dalvík
Milo var ánægður með sína leikmenn í kvöld.
Milo var ánægður með sína leikmenn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf gaman að vinna Dalvík. Við hugsum samt um að fá inn fleiri stig, erfiður leikur næstu helgi og smá um meiðsli í hópnum. Ég sagði við strákana í hálfleik að við gætum unnið þennan leik og þeir fóru út og við unnum." sagði Slobodan Milisic, oftast kallaður Milo, þjálfari KF eftir 2-4 útisigur á Dalvík/Reyni í dag.

KF lenti undir í fyrri hálfleik en stjórnaði leiknum lengstum og upplifun fréttaritara er sú að sigurinn hafi verið verðkuldaður.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Við vorum meira með boltann og reyndum að stjórna sem gekk kannski ekki alltaf. Svona er fótboltinn, stundum brotna lið þegar þau fá á sig mark og tapa leikjum."

KF hefur sigrað sjö af síðustu átta deildarleikjum þessara liða. Hefur Milo einhverja útskýringu á þessu taki?

„Ég veit það ekki. Það er stundum svona í þessu að maður lendir í hringjum, [sífelldum endurtekningum]. Fyrir okkur er þetta jákvætt en fyrir þá er þetta neikvætt. Það þarf svo að komast út úr þeim aðstæðum. Strákarnir eru alltaf einbeittir fyrir þessa leiki og enginn býst við því að liðið muni tapa."

Milo var að lokum spurður út í fjarveru nokkurra leikmanna og svaraði einnig spurningu af hverju Sachem Wilson tók ekki vítaspyrnuna undir lok leiks til að fullkomna þrennu sína.


Athugasemdir
banner
banner