Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 07. júlí 2022 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Gunnhildur fékk gæsahúð: Sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Englands, nánar tiltekið til Crewe þar sem liðið er með aðsetur og æfir á meðan það tekur þátt í Evrópumótinu.

Fyrsta æfing liðsins var í dag og fyrir æfingu ræddu fjórir leikmenn liðsins við fjölmiðla. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ein þeirra.

„Ferðalagið frá Þýskalandi gekk bara mjög vel, við vorum allar mjög spenntar að koma okkur til Englands, vissum að fyrsti leikurinn var í gær. Það var gott að koma, geta horft á hann og byrjað að byggja sig upp fyrir okkar fyrsta leik."

England mætti Austurríki í opnunarleik mótsins í gær og var spilað á troðfullum Old Trafford, heimavelli karlaliðs Manchester United, og áhorfendamet á EM slegið með stæl.

„Það var gæsahúð og sýnir hversu langt kvennafótbolti er kominn. Ég held að fólk heima vilji ekki missa af þessu móti."

Ísland spilar á heimavelli kvennaliðs Manchester City í fyrstu tveimur leikjum sínum og verða á bilinu 4000-5000 manns í stúkunni þegar Ísland mætir Belgíu og Ítalíu. Eru vonbrigði að vita til þess eftir að hafa séð fullan Old Trafford í gær?

„Nei, við höfum vitað af þessu lengi. Þetta voru kannski fyrst vonbrigði og maður bjóst við því að fleira fólk gæti mætt en það er bara áfram gakk. Við ætlum bara að einbeita okkur að okkur og á meðan það er pláss fyrir fjölskylduna mína þá er ég sátt."

„Fjölskyldan ætlar að koma, nokkrar vinkonur og svo kemur maki minn á síðasta leikinn. Það er frábært."


Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik á sunnudag.

„Mér líst bara vel á mótið, ég held að við séum vel stemmdar, held að það sé gott jafnvægi í hópnum; góð blanda af stressi, spennu og við erum hungraðar. Við erum búnar að bíða eftir þessu lengi. Við ætlum bara að taka einn dag og einn leik í einu," sagði Gunnhildur.
Athugasemdir
banner