Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fim 07. júlí 2022 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Sandra: Fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það
Icelandair
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið gekk ljómandi vel. Ég er fegin að vera loksins komin hingað, búin að bíða lengi," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir fyrir æfingu landsliðsins í Crewe í dag. Íslenska liðið flaug frá Þýskalandi í gær til Manchester og var allur hópurinn mættur til æfinga á æfingasvæði Crewe í dag.

Liðið er búið að æfa í Þýskalandi og Póllandi að undanförnu en nú styttist í EM sem haldið er á Englandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Belgíu á sunnudag. Ísland lék einn æfingaleik í aðdraganda mótsins; gegn Póllandi í síðustu viku.

„Það var gott að ná góðum úrslitum í leiknum, spilamennskan var fín á köflum. Við náðum góðum æfingum í Þýskalandi við frábærar aðstæður og þetta kom vel út."

„Heilt yfir var ég ánægð með leikinn gegn Póllandi. Þær fengu ekki mörg færi en það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir og erum búnar að skoða. Heilt yfir vorum við að fá fínar stöður sem er eitthvað sem við getum nýtt áfram."


Hvernig var að sjá fullan Old Trafford á opnunarleik EM í gær?

„Það var geggjað, ég fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það. Það hefði verið geggjað að upplifa það en líka ótrúlega flott að sjá þetta gerast á Evrópumóti í kvennafótbolta, það hefur mikið breyst," sagði Sandra.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner