Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 07. júlí 2022 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Sandra: Fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það
Icelandair
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið gekk ljómandi vel. Ég er fegin að vera loksins komin hingað, búin að bíða lengi," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir fyrir æfingu landsliðsins í Crewe í dag. Íslenska liðið flaug frá Þýskalandi í gær til Manchester og var allur hópurinn mættur til æfinga á æfingasvæði Crewe í dag.

Liðið er búið að æfa í Þýskalandi og Póllandi að undanförnu en nú styttist í EM sem haldið er á Englandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Belgíu á sunnudag. Ísland lék einn æfingaleik í aðdraganda mótsins; gegn Póllandi í síðustu viku.

„Það var gott að ná góðum úrslitum í leiknum, spilamennskan var fín á köflum. Við náðum góðum æfingum í Þýskalandi við frábærar aðstæður og þetta kom vel út."

„Heilt yfir var ég ánægð með leikinn gegn Póllandi. Þær fengu ekki mörg færi en það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir og erum búnar að skoða. Heilt yfir vorum við að fá fínar stöður sem er eitthvað sem við getum nýtt áfram."


Hvernig var að sjá fullan Old Trafford á opnunarleik EM í gær?

„Það var geggjað, ég fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það. Það hefði verið geggjað að upplifa það en líka ótrúlega flott að sjá þetta gerast á Evrópumóti í kvennafótbolta, það hefur mikið breyst," sagði Sandra.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner