Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. júlí 2022 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Væri galið af mér að segja að ég hefði ekki áhuga á því"
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur undanfarið æft með danska félaginu Lyngby.

Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins, er núna þjálfari Lyngby. Hann væri til í að semja við sóknarmanninn öfluga en hvort félagið ráði við það fjárhagslega er hins vegar annað mál.

„Ég hef ekkert rætt samning við Alfreð og hvort það sé einhver möguleiki. Ég held að það væri galið af mér að segja að ég hefði ekki áhuga á því að fá hann til liðs við okkur," segir Freyr í samtali við Fréttablaðið.

„Það er frábært að fá Alfreð á æfingasvæðið, hann er með geggjaða reynslu og er frábær manneskja. Alfreð gefur mikið af sér til aðila hérna. Svo eru snertingar hans, leikskilningur og hvernig hann klárar færin allt í efsta klassa."

Alfreð hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en er núna í toppstandi. Hann yfirgaf þýska úrvalsdeildarfélagið Augsburg eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner