Elias Már Ómarsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að semja við félag í Kína. Ljóst er að þar fær Elías vel borgað, en það hefur ekki heyrst við hvaða félag í Kína Elías er að semja við.
Hann er án félags sem stendur eftir að samningur hans við NAC Breda í Hollandi rann út í síðasta mánuði.
Hann er án félags sem stendur eftir að samningur hans við NAC Breda í Hollandi rann út í síðasta mánuði.
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, staðfestir við Fótbolta.net að það sé áhugi frá Asíu, en fyrr í sumar var Elías orðaður við Kerala Blasters á Indlandi. „Það er ýmislegt í gangi og skýrist á næstu dögum."
Keflvíkingurinn Elías átti gott tímabil í Hollandi. Hann var markahæsti leikmaður nýliða NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni. Elías er þrítugur framherji sem á að baki níu A-landsleiki.
Athugasemdir