Newcastle hefur náð samkomulagi við Nottingham Forest um kaupverð á Anthony Elanga. Forest hefur samþykkt 55 milljón punda tilboð frá Newcastle en Sky Sports greinir frá þessu.
Elanga hefur þegar náð samkomulagi við Newcastle og það er því bara tímaspursmál hvenær félagið staðfestir félagaskiptin.
Newcastle gerði nýtt tilboð í Elanga á dögunum eftir að 45 milljón punda tilboði var hafnað.
Elanga er 23 ára sænskur vængmaður sem gekk ungur að árum til Man Utd en hann fór síðan til Nottingham Forest árið 2023. Hann hefur leikið 82 leiki fyrir liðið og skorað 11 mörk.
Athugasemdir