Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 07. ágúst 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Leik frestað í Skotlandi vegna kórónaveirunnar - Leikmenn gagnrýndir
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Leik Aberdeen og St Johnstone í skosku úrvalsdeildinni hefur verið frestað en hann átti að fara fram á morgun.

Tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónaveiruna í þessari viku. Sex aðrir leikmenn liðsins eru komnir í sóttkví í kjölfarið eftir að hafa verið mikið í kringum hina tvo leikmennina.

Mikið stökk hefur orðið í kórónuveirusmitum í Aberdeen undanfarna daga og hafa verið hertar reglur þar í borg í kjölfarið.

Leikmenn Aberdeen hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa farið á barinn eftir leik liðsins um síðustu helgi en talið er að smituðu leikmennirnir hafi smitast þar.

Leikmenn í skosku úrvalsdeildinni eiga samkvæmt reglum að halda sig til hlés á milli æfinga og vera sem mest heima hjá sér.
Athugasemdir
banner