Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 07. ágúst 2022 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
„Bjarni Guðjóns er að öskra á mig, ég held ég fari að slútta þessu"
Magnaður leikur hjá Atla
Atli Sigurjónsson átti magnaðan leik í kvöld.
Atli Sigurjónsson átti magnaðan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög gaman," sagði Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, eftir 4-0 sigur gegn ÍBV.

Það má segja að Atli hafi boðið upp á sýningu því hann skoraði þrennu í leiknum og fór fyrir sínu liði.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 ÍBV

„Mér leið frekar vel með okkar leik frá byrjun. Þetta rúllaði nokkuð vel. Mjög góður sigur."

Sjálfstraustið var í botni hjá Atla í þessum leik og sást það kannski best þegar Atli reyndi skot af 35 metra færi úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég ætlaði að senda inn í. Aron Kristófer manaði mig í þetta. Við erum búnir að taka nokkrar á æfingasvæðinu. Það hefði verið gaman að sjá hann fara á markið."

Atli skoraði annað mark sitt með hægri fæti, en hann er kannski ekki þekktur fyrir að nota þann fót mjög mikið til þess að skjóta. „Nei, það kemur oft einhverjum á óvart en kemur örugglega ekki þeim á óvart sem hafa æft með mér."

Atli var svo einfaldlega öskraður úr viðtalinu af Bjarna Guðjónssyni, framkvæmdastjóra KR, en það vantaði aðalmanninn í fagnaðarlætin inn í klefa. Bjarni kallaði úr klefanum og Atli fór inn til að fagna með sínum mönnum.

„Bjarni Guðjóns er að öskra á mig, ég held ég fari að slútta þessu. Takk," sagði Atli og hljóp inn í klefa.

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner