Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 07. ágúst 2022 21:53
Anton Freyr Jónsson
Nonni: Mér sýndist hann ekki vera með hendurnar á boltanum
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ekki alveg hundrað prósent sáttur við leikinn í heild sinni en auðvitað sáttur með eitt stig eftir því sem á gékk og við erum ennþá taplausir heima þannig við sættum okkur við það en maður hefði viljað meira frá liðinu í dag." sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-3 jafnteflið gegn Víking Reykjavík í Úlfarsárdal í kvöld.


Fram eru taplausir á þessum nýja velli í Úlfarsárdal og virðast Framarar elska að spila á þessum velli.

„Ég held að leikurinn heilt yfir hafi verið skemmtilegur. Víkingarnir náttúrulega frábærir og mikil orka sem þeir settu í leikinn og hrós á þá fyrir það því þeir eru í mjög erfiðu prógrami og fara í virkilega erfiðan leik og strax út í nótt og bara hrós á þá að hafa náð að fókusera á þennan leik eins og þeir gerðu og voru mjög öflugir lengst af en við á móti skorum mörk og við erum alltaf líklegir til þess en þrjú mörk heima vill maður að dugi til að vinna leiki."

Jöfnunarmarkið umdeilda kom undir lok leiksins eftir hornspyrnu frá Fram inn á teiginn og Ingvar Jónsson virtist vera komin með hendurnar á þann bolta þegar Brynjar Gauti Guðjónsson setti boltann í netið.

„Mér sýndist hann ekki vera með hendurnar á boltanum, boltinn liggur þarna fyrir framan og hann er að skutla sér í hann og Brynjar á móti en það var alltaf brot, en það var alltaf brot í aðdraganda fyrsta markinu hjá Víkingum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner