Andrea Mancini, 31 árs gamall sonur Roberto Mancini, hefur ávalt verið mikið viðriðinn fótbolta. Hann var ekki nægilega góður fyrir atvinnumanna fótbolta en hefur starfað við hin ýmsu fótboltastörf í gegnum tíðina.
Í fjögur ár var hann njósnari hjá Fiorentina, áður en hann var ráðinn sem yfirmaður fótboltamála hjá Sampdoria.
Núna er hann þó á leið til Barcelona þar sem hann mun vera partur af starfsteymi Deco, sem er yfirmaður fótboltamála hjá stórveldinu.
Fabrizio Romano greinir frá þessu og segir að skiptin verði staðfest í næstu viku.
Athugasemdir