Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fim 07. september 2017 21:36
Hafliði Breiðfjörð
Sindri: Náði að yfirstíga mikla erfiðleika með hjálp stjórnar
Sindri er aðalmarkvörður U21 árs landsliðs Íslands.
Sindri er aðalmarkvörður U21 árs landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég á ekki til eitt aukatekið orð, þetta er svo geðveikt," sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur eftir að liðið vann sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 3-0 sigri á Gróttu í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Grótta

„Loksins, ég fór niður með liðinu árið 2015 og er búinn að fara með þeim aftur upp, þetta er bara geðveikt."

Markalaust var í hálfleik í dag og virtist sem Keflavíkurliðið ætlaði ekki að komast í gang til að klára dæmið.

„Við vorum lélegir í fyrri hálfleik," sagði Sindri. „En við áttum samt okkar færi og þeir áttu hættulegri færi ef eitthvað var," hélt hann áfram en þrisvar í röð varði hann á ótrúlegan hátt frá Gróttumönnum.

„Já það er gott að geta hjálpað liðinu en ég snerti varla boltann í seinni hálfleik. Laugi (Guðlaugur Baldursson þjálfari) lét okkur létt heyra það í hálfleik. Við erum búnir að skora í öllum leikjunum nema einum og é gvissi að við myndum skora. Hann sagði að við værum á hælunum og værum búnir að vera lélegir og þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Við hlustuðum og komum allt öðruvísi út í seinni hálfleikinn."

Sindri sem er einn efnilegasti markvörður landsins fór niður með liðinu haustið 2015 en á síðasta ári ákvað Þorvaldur Örlyggson þjálfari liðsins að fá Beiti Ólafsson í markið og setti Sindra á bekkinn. Guðlaugur Baldursson núverandi þjálfari gaf honum svo traustið.

„Ég fékk eiginlega engan spilatíma í fyrra en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa lent í því sem ég lenti í í fyrra," sagði Sindri.

„Ég lenti í miklum erfiðleikum en náði að yfirstíga það mjög vel með hjálp stjórnar. Þeir hjálpuðu mér mikið og líka Ómar markmannsþjálfari. Ég á honum endalaust að þakka. Það er búið að vera frábært að fá sénsinn núna. Laugi sagði fyrsta daginn sem ég mætti 'nú færð þú tíma til að sýna þig og við gefum þér góðan tíma. Þetta er undir þér komið'," sagði Sindri.

„Þetta tók rosalega mikið á mig og var mjög erfitt. Ég átti erfitt með sjálfan mig í fyrra og ég er þakklátur fyrir að hafa lent í þessu. Ég væri ekki í eins góðu formi og væri ekki búinn að spila svona vel ef ég hefði ekki lent í þessu í fyrra."
Athugasemdir
banner
banner