Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. september 2019 14:14
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Augnablik á lífi - Kórdrengir einum sigri frá titlinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Augnablik getur enn bjargað sér frá falli eftir góða endurkomu gegn Reyni í Sandgerði í dag.

Heimamenn komust yfir snemma leiks og leiddu í hálfleik en Breki Barkarson jafnaði í upphafi síðari hálfleiks.

Breki kom Kópavogsstrákunum yfir og innsiglaði Hrannar Bogi Jónsson sigurinn á lokakaflanum.

Augnablik er einu stigi frá KH í öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Næsti leikur er á heimavelli, gegn Einherja, og svo er mögulegur fallbaráttuslagur á Álftanesi á dagskrá í lokaumferðinni.

Reynir S. 1 - 3 Augnablik
1-0 Hörður Sveinsson ('4)
1-1 Breki Barkarson ('48)
1-2 Breki Barkarson ('63)
1-3 Hrannar Bogi Jónsson ('81)

Kórdrengir eru þá aðeins einum sigri frá því að tryggja sér 3. deildar titilinn á sínu fyrsta tímabili eftir að hafa komið upp úr 4. deildinni.

Kórdrengir lentu ekki í vandræðum gegn botnliði Skallagríms og unnu 5-0. Þeir eru með sjö stiga forystu á KF sem á leik til góða.

Kórdrengir 5 - 0 Skallagrímur
Markaskorara vantar

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner