Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 07. september 2019 15:24
Ívan Guðjón Baldursson
Árni Vilhjálmsson rifti samningi sínum í Póllandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson er laus allra mála eftir misheppnaða dvöl hjá Termalica B-B í pólsku B-deildinni.

Árni er 25 ára gamall og gekk í raðir Termalica í fyrra. Hann var lánaður til FC Chornomorets Odessa og skoraði í öðrum hverjum leik í efstu deild í Úkraínu.

Hann fékk lítið af tækifærum þegar hann kom aftur til Póllands og fékk hann því samningi sínum rift. Nú er hann því alveg frjáls ferða sinna.

„Þetta hef­ur allt gerst svo hratt að ég hef ekki haft tíma til að hugsa mikið um næsta skref. Umboðsmaður­inn minn er með nokk­ur til­boð í hönd­un­um og við eig­um eft­ir að fara yfir þau og skoða fram­haldið bet­ur,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið.

Árni vakti athygli á sér í Úkraínu með Chornomorets og hefur verið orðaður við nokkur úrvalsdeildarfélög þar í landi. Meðal annars Dynamo Kiev.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner