Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. september 2019 12:59
Magnús Valur Böðvarsson
Markvörður Ægis skoraði úr eigin vítateig
Zoran Cvitakovic markvörður Ægis skoraði af 90 metra færi
Zoran Cvitakovic markvörður Ægis skoraði af 90 metra færi
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úrslitakeppni 4.deildar er í fullum gangi og þessa stundina eru lið Kormáks/Hvatar að spila við Ægi í fyrri undanúrslitaleik 4.deildarinnar.

Það er ansi hvasst á Blönduósi þar sem leikurinn fer fram og er vindurinn algjörlega á annað markið. Lítið hafði verið um færi í fyrri hálfleiknum og heimamenn höfðu verið í skyndisókn sem endaði hjá Zoran Cvitakovic markverði Ægis. Hann sparkaði langt fram og skopaði einu sinni sinni á blautu grasinu og yfir markvörð heimamanna. Kom hann Ægismönnum í 0-1 en leikurinn stendur nú yfir. Heimamenn náðu að jafna undir lok fyrri hálfleiksins gegn mjög sterkum vindi á Blönduósi.

Í hinum leiknum mætast lið Hvíta Riddarans og Elliða.


Athugasemdir
banner
banner
banner