Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. september 2019 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Kane gerði þrennu gegn Búlgaríu
Harry Kane fagnar þrennunni í kvöld
Harry Kane fagnar þrennunni í kvöld
Mynd: Getty Images
England 4 - 0 Búlgaría
1-0 Harry Kane ('24 )
2-0 Harry Kane ('49 , víti)
3-0 Raheem Sterling ('55 )
4-0 Harry Kane ('73 , víti)

Harry Kane var sjóðandi heitur er England vann Búlgaríu 4-0 í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en hann gerði þrennu og lagði upp eitt.

Enska liðið komst yfir á 24. mínútu en Raheem Sterling vann þá boltann við mark Búlgaríu og lagði hann út á Kane sem skoraði örugglega. Sterling virtist brjóta á varnarmanni Búlgaríu í aðdragandanum en ekkert dæmt.

Kane gerði annað markið á 49. mínútu en brotið var á Marcus Rashford innan teigs og vítaspyrna dæmd. Kane skoraði örugglega af punktinum og lagði svo upp mark fyrir Sterling sex mínútum síðar.

Kane fullkomnaði svo þrennu sína á 73. mínútu er brotið var á honum í teignum. Kane kominn með 25 mörk í 40 landsleikjum. Magnað afrek.

Lokatölur 4-0 fyrir Englendingum sem eru á toppnum í A-riðli með 9 stig, stigi meira en Kósóvó sem vann Tékkland fyrr í dag, 2-1.


Athugasemdir
banner
banner