Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 07. október 2019 21:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Sara Björk: Búið að fylla á tankinn
Icelandair
Sara á landsliðsæfingu í dag.
Sara á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu í Lettlandi í dag. Lettland og Ísland mætast í undankeppni EM á morgun.

Ferðalagið frá Frakklandi, þar sem leikinn var vináttuleikur á föstudaginn, tók sinn toll en Sara segir að allur hópurinn sé orðinn ferskur.

„Það er búið að fylla á tankinn hjá okkur, bæði af svefn og mat," segir Sara.

„Það er allt í toppstandi fyrir utan að völlurinn er blautur og því æfum við annarstaðar í dag."

Keppnisvöllurinn í Lettlandi er ekki eins og best verður á kosið eins og Fótbolti.net komst að í morgun.

„Maður býst við því að völlurinn verði þungur og laus í sér en við erum vanar því. Lettneska liðið er án stiga en er með fína leikmenn. Þær liggja mjög neðarlega á vellinum og þetta gæti orðið þolinmæðisverk. Við vitum vel hvað er undir."

„Við ætlum að búa til úrslitaleik um fyrsta sætið í Svíþjóð á næsta ári og þurfum að klára þetta," segir Sara en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner