Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. október 2021 15:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Þungavigtin 
Jói Kalli gagnrýndur fyrir að fara til Tenerife
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, hefur fengið gagnrýni fyrir að fara í frí til Tenerife þegar bikarúrslitaleikur gegn Víkingi er framundan.

„Hann er þar og annar af starfsmönnum knattspyrnudeildar ÍA er líka í fríi. Það greinilega nóg til eftir að Ísak var seldur. Þeir ætla að vera klárir í bikarleikinn. Jói mætir heltanaður á hliðarlínuna á Laugardalsvelli eftir níu daga," sagði Mikael Nikulásson í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.

Það er landsleikjagluggi núna en bikarúrslitaleikur ÍA gegn Víkingi verður laugardaginn 16. október.

„Ég get lofað þér því að Víkingar eru að æfa og Skagamenn eru að æfa líka en bara undir aðstoðarþjálfara og með fjóra menn í 21 árs liðs verkefni. Þetta er ákvörðun sem formaðurinn stendur og fellur með. Mér finnst þetta skrítið og hefði bara viljað fresta ferðinni. Það er Evrópa undir," segir Mikael.

Það er ekki bara bikarmeistaratitill í húfi fyrir Skagamenn, ef þeir vinna leikinn fá þeir sæti í forkeppni Sambandsdeildar UEFA á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner