Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 07. október 2022 09:51
Elvar Geir Magnússon
Mögulegt að Saint-Maximin verði í hóp á morgun
Hinn stórskemmtilegi Allan Saint-Maximin hefur misst af síðustu fjórum leikjum Newcastle vegna meiðsla aftan í læri. Hann hefur getað æft í þessari viku og er að verða klár í slaginn aftur.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir mögulegt að Saint-Maximin verði í leikmannahópnum á morgun þegar Newcastle fær Brentford í heimsókn.

Howe hélt fréttamannafund í morgun og tjáði sig einnig um stöðuna á Alexander Isak og Jonjo Shelvey.

„Alexander Isak er að hlaupa á grasinu og eykur hraða sinn svo þetta er á góðri leið. Vonandi verður hann ekki lengi frá í viðbót. Hann varð fyrir vöðvameiðslum og við förum varlega með hann," segir Howe.

Shelvey meiddist illa aftan í læri í leik á undirbúningstímabilinu. Howe segir að hann muni snúa til baka á undan áætlun og taki þátt í hluta æfingarinnar í dag.

„Jonjo er útsjónarsamur þegar kemur að sendingum og með góðar spyrnur. Hans hefur verið saknað," segir Howe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner