Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 07. nóvember 2024 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópu: Orri byrjar í Tékklandi - Gummi Tóta á bekknum á Brúnni
Orri Steinn er í byrjunarliði Sociedad
Orri Steinn er í byrjunarliði Sociedad
Mynd: Getty Images
Gummi Tóta er á bekknum á Brúnni
Gummi Tóta er á bekknum á Brúnni
Mynd: FC Noah
Spilað er í Evrópudeildinni og Sambandsdeild Evrópu í kvöld en margir Íslendingar eru á ferðinni og þá eru tvö ensk úrvalsdeildarlið í eldlínunni. Leikirnir hefjast klukkan 20:00.

Enzo Maresca stillir upp sterku liði gegn armenska liðinu Noah á Stamford Bridge í Sambandsdeildinni.

Guðmundur Þórarinsson er á bekknum hjá Noah, en hann er að koma til baka eftir meiðsli.

Chelsea: Jorgensen; Renato Veiga, Disasi, Badiashile, Tosin; Enzo Fernández, George; Joao Felix, Mudryk, Nkunku; Marc Guiu

Noah: Cancarevic; Muradian, Silva, Miljkovic, Hambardzumyan; Eteki, Manvelyan, Sangare; Helder Ferreira, Gregorio, Çinari.

Orri Steinn Óskarsson byrjar hjá Real Sociedad sem heimsækir Viktoria Plzen til Tékklands. Þetta er fjórði leikur Sociedad í Evrópudeildinni.

Plzen: Jedlicka; Paluska, Markovic, Jemelka; Havel, Cerv, Kalvach, Cadu; Jirka, Sulc; Adu

Sociedad: Remiro; Aramburu, Zubeldia, Aguerd, Javi López; Sucic, Zubimendi, Sergio Gómez; Kubo, Oyarzabal, Óskarsson.

Ruud van Nistelrooy verður í boðvangnum er Man Utd tekur á móti PAOK í Evrópudeildinni. Victor Lindelöf, Jonny Evans og Amad Diallo eru allir í byrjunarliði United.

Man Utd: Onana; Dalot, Lindelöf, Evans, Mazraoui; Ugarte, Casemiro; Diallo, Bruno Fernandes, Garnacho; Hojlund

PAOK: Kotarski; Jonny, Kedziora, Colley, Baba; Schwab, Ozdoyev; Zivkovic, Camara, Taison; Tissoudali.

Kristiann Nökkvi Hlynsson er búinn að ná sér af meiðslum og tekur sér sæti á bekknum hjá Ajax sem mætir Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni.

Sverir Ingi Ingason er í byrjunarliði Panathinaikos sem heimsækir Djurgården í Sambandsdeildinni.

Rúnar Alex Rúnarsson er á bekknum hjá FCK gegn Istanbul Basaksehir en Albert Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla og því ekki með Fiorentina gegn APOEL.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner