Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 07. desember 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Calhanoglu hafa grætt á harmleik
Hakan Calhanoglu.
Hakan Calhanoglu.
Mynd: Getty Images
Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic segir að Hakan Calhanoglu hafi notið góðs af harmleik sem átti sér stað á Evrópumótinu síðasta sumar.

Það var óhugnanlegt þegar Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins, hneig niður í leik gegn Finnlandi á EM. Sem betur fer tókst að bjarga lífi hans.

Hinn 29 ára gamli Eriksen hefur ekki enn spilað fótbolta frá atburðinum og hefur hann verið að æfa einn á æfingasvæði OB heima í Danmörku.

Það er afar ólíklegt að hann spili aftur fyrir Inter og ákvað Inter því að taka Calhanoglu síðasta sumar - eftir að samningur hans við erkifjendurna í AC Milan rann út.

Zlatan skrifar um fyrrum liðsfélaga sinn í nýrri bók sem hann er að gefa út.

„Það hljómar illa að segja það, en Calha græddi á harmleik. Eriksen fór í hjartastopp og Inter þurfti því leikmann í hans stöðu. Þá opnuðust dyrnar fyrir Hakan. Það voru engin tilboð í hann fyrir það, hvorki frá Inter né öðru félagi."

„Hann er góður drengur, hann hefur stækkað mikið þökk sé mér," skrifar Zlatan.

Calhanoglu hefur verið að spila vel með Inter, sem er í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Á toppnum eru Zlatan og félagar í AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner