Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   fim 07. desember 2023 00:23
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Fiorentina vann Parma í vítakeppni
Mynd: EPA
Fiorentina er komið áfram í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir að hafa unnið Parma í vítakeppni í Flórens.

Gestirnir í Parma áttu draumabyrjun. Adrian Bernebe Garcia og Ange-Yoan Bonny komu liðinu í 2-0 rúmum tuttugu mínútum og var útlit fyrir að Parma væri á leið í 8-liða úrslitin. Markið hjá Garcia var sérstaklega laglegt, með föstu skoti fyrir utan teig.

Sjö mínútum fyrir leikslok minnkaði M'Bala Nzola muninn eftir stoðsendingu Riccardo Sottil áður en sá síðarnefndi jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 89. mínútu.

Engin mörk voru skoruð í framlengingunni og því þurfti vítaspyrnukeppni til. Fiorentina skoraði úr fjórum vítum sínum á meðan Parma klúðraði tveimur. Dennis Man skaut í stöng og Drissa Camara setti boltann yfir og fer því Fiorentina áfram í 8-liða úrslit bikarsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner