Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   fim 07. desember 2023 18:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur og KR hafa áhuga á Pálma Rafni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Arinbjörnsson er markvörður Wolves á Englandi og spilar með varaliði félagsins: U21 liðinu. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa KR, Víkingur og uppeldisfélagið Njarðvík áhuga á því að fá hann í sínar raðir.

Hann var keyptur til Wolves frá Njarðvík eftir tímabilið 2019 og hefur verið hjá Wolves síðan.

Hann hefur varið mark U21 liðsins tvisvar í deildinni í vetur en hefur verið fjarri góðu gamni að undanförnu vegna meiðsla. Hann er þó allur að koma til og byrjaði að æfa í vikunni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Pálmi áhuga á því að spila á Íslandi næsta sumar. Líklegast er að Víkingur verði fyrir valinu ef hann kemur heim til Íslands. Hann er tvítugur og er samningsbundinn Wolves fram á næsta sumar.

Ef félag vill fá hann í sínar raðir fyrir þann tíma þyrfti að fá hann lausan frá Wolves.

Pálmi á að baki einn keppnisleik í meistaraflokki. Hann varði mark Skeid í norsku B-deildinni í lok tímabilsins 2022 en hann var þar á láni frá Wolves. Hann á að baki átján leiki fyrir yngri landsliðin.

   12.09.2023 22:38
Pálmi æfir með aðalliði Wolves: Stofnaði fatamerki með vini sínum

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner