Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   lau 07. desember 2024 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Leeds vann Derby - Stefán Teitur byrjaði í jafntefli
Max Wöber skoraði í sigri Leeds
Max Wöber skoraði í sigri Leeds
Mynd: Leeds
Leeds United er komið tímabundið á toppinn í ensku B-deildinni eftir 2-0 sigur liðsins á Derby County í dag.

Átta leikir fóru fram í deildinni en tveimur var frestað vegna stormsins Darragh sem gengur nú yfir Bretlandseyjar.

Leedsarar náði að klára Derby á lokamínútum fyrri hálfleiks en þeir Joe Rodon og Max Wöber skoruðu með fimm mínútna milli bili í nokkuð sannfærandi sigri.

Leeds er á toppnum með 38 stig og með betri markatölu en Sheffield United, sem getur endurheimt toppsætið á morgun.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston sem gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday. Preston er án sigurs í síðustu níu leikjum en liðið er í 17. sæti með 19 stig.

Arnór Sigurðsson var ekki með Blackburn Rovers í 1-0 sigrinum á Hull City en Skagamaðurinn er að glíma við meiðsli. Blackburn er í 6. sæti með 31 stig.

Frank Lampard vann þá sinn fyrsta leik sem stjóri Coventry er liðið lagði Millwall að velli, 1-0. Coventry er í 14. sæti með 21 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Hull City 0 - 1 Blackburn
0-1 Sean McLoughlin ('20 , sjálfsmark)

Leeds 2 - 0 Derby County
1-0 Joe Rodon ('39 )
2-0 Maximilian Wober ('44 )

Luton 1 - 1 Swansea
1-0 Elijah Adebayo ('17 )
1-1 Matt Grimes ('64 )

Millwall 0 - 1 Coventry
0-1 Ephron Mason-Clark ('63 )

Portsmouth 3 - 0 Bristol City
1-0 Colby Bishop ('20 )
2-0 Josh Murphy ('62 )
3-0 Callum Lang ('71 )

QPR 3 - 0 Norwich
1-0 Jimmy Dunne ('22 )
2-0 Rayan Kolli ('45 )
3-0 Rayan Kolli ('49 )

Sheffield Wed 1 - 1 Preston NE
0-1 Emil Riis Jakobsen ('14 )
1-1 Michael Smith ('76 )

Sunderland 2 - 1 Stoke City
0-1 Lewis Koumas ('6 )
1-1 Tom Watson ('7 )
2-1 Tom Watson ('86 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
13 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
14 Wrexham 21 6 10 5 26 25 +1 28
15 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
16 Derby County 20 7 6 7 27 29 -2 27
17 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
18 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
19 Swansea 21 6 5 10 22 29 -7 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner