Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 08. janúar 2019 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Leikmenn Man Utd vilja Ole Gunnar áfram
Powerade
Ole Gunnar hefur slegið í gegn með Man Utd.
Ole Gunnar hefur slegið í gegn með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Hér er hann mættur, daglegur slúðurpakki í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum í dag.

Sevilla hefur átt í viðræðum við Chelsea um að fá framherjann Alvaro Morata á láni út tímabilið. (Goal.com)

Félagaskipti Cesc Fabregas til Monaco eru að tefjast því enn á eftir að ná samkomulagi við Chelsea um kaupverð. (Evening Stadard)

Leikmenn Man Utd vilja að Ole Gunnar Solskjær tímabundinn stjóri liðsins taki við þeim til frambúðar. (Mirror)

Atletico Madrid hefur hafnað tilboði Manchester United í úrúgvæska varnarmanninn Diego Godin. (Tutto Mercato Web)

Real Madrid hefur hafið vinnu við að reyna að kaupa Chrisian Eriksen frá Tottenham og er að setja saman tilboð sem verður 100 milljón punda virði. (Independent)

Tottenham er þó enn í viðræðum við Eriksen sem á 18 mánuði eftir af samningi sínum en vill tvöfalda laun sín úr 70 þúsund pundum á viku. (Mail)

Juventus segist vera tilbúið að selja Paulo Dybala í sumar en félagið veit af áhuga Manchester City og vill 90 milljónir punda fyrir leikmanninn. Áður hefur tilboðum Man City, Bayern og PSG verið hafnað. (Tuttosport)

Chelsea hefur áhuga á Nicola Barella miðjumanni Cagliari sem er talinn kosta 45 milljónir punda. Napoli og Inter Milan munu líka reyna við hann. (Goal.com)

Unai Emery stjóri Arsenal vill fá penninga til að ganga frá samningum um Denis Suarez frá Barcelona. Spænska félagið vill lána hann gegn tryggingu um 20 milljón punda kaupverð á honum í sumar. (Evening Standard)

Arsenal er líklegast til að hreppa Yannick Carrasco en Belginn fór frá Atletico Madrid til Kína í febrúar. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner