Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   lau 08. janúar 2022 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Munur á undirbúningi Keflavíkur og Blika - „Gaman að sjá menn grípa tækifærið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði 5-2 gegn Breiðabliki í Fótbolti.net mótinu í dag.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn. Aðaláherslan var meira á leikmannamál heldur en leikinn sjálfan. Leikmenn hafa bæði verið orðaðir við Keflavík og í burtu frá félaginu.

„Já [ég er sáttur], mér fannst þetta ekki 5-2 leikur en það var margt mjög gott hjá okkur og gott að skora tvö mörk á útivelli. Við fengum fullt af fínum færum til að gera fleiri mörk. Það vantar marga hjá okkur, erlendu leikmennina, Ása [Ástbjörn Þórðarson] og svo vonumst við til þess að styrkja liðið eitthvað líka. En þeir sem fengu að spila í dag fengu mjög góða reynslu, gaman að sjá leikmenn grípa tækifærið - eins og Jói [Jóhann Þór Arnarsson] sem stóð sig vel og skoraði í dag og Ásgeir Páll [Magnússon] sem kom til okkar frá Leikni Fásk, hann stóð sig fínt í bakverðinum. Þetta er góð reynsla fyrir strákana að spila á móti virkilega góðu liði," sagði Siggi Raggi.

Fannst þér að þið hefðuð mögulega geta unnið þennan leik?

„Manni fannst mörkin vera ódýr, það var ódýrt víti og okkur fannst við líka eiga að fá víti. Á þessum tíma ársins er maður ekki bara að horfa í úrslitin. Frammistaðan var góð og við erum að reyna þróa okkar leik. Það voru fjórir nýir leikmenn sem spiluðu með okkur; Sindri Snær kom flott inn í liðið okkar og gaman að sjá hvernig hann smellpassar inn í þetta hjá okkur."

„Við tókum því fremur rólega í uppbyggingunni fyrir áramót, á meðan Blikar hafa æft stíft og eru að fara á mót í janúar sem þeir ætla að standa sig vel í,"
sagði Siggi Raggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner