Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   lau 08. janúar 2022 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Munur á undirbúningi Keflavíkur og Blika - „Gaman að sjá menn grípa tækifærið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði 5-2 gegn Breiðabliki í Fótbolti.net mótinu í dag.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn. Aðaláherslan var meira á leikmannamál heldur en leikinn sjálfan. Leikmenn hafa bæði verið orðaðir við Keflavík og í burtu frá félaginu.

„Já [ég er sáttur], mér fannst þetta ekki 5-2 leikur en það var margt mjög gott hjá okkur og gott að skora tvö mörk á útivelli. Við fengum fullt af fínum færum til að gera fleiri mörk. Það vantar marga hjá okkur, erlendu leikmennina, Ása [Ástbjörn Þórðarson] og svo vonumst við til þess að styrkja liðið eitthvað líka. En þeir sem fengu að spila í dag fengu mjög góða reynslu, gaman að sjá leikmenn grípa tækifærið - eins og Jói [Jóhann Þór Arnarsson] sem stóð sig vel og skoraði í dag og Ásgeir Páll [Magnússon] sem kom til okkar frá Leikni Fásk, hann stóð sig fínt í bakverðinum. Þetta er góð reynsla fyrir strákana að spila á móti virkilega góðu liði," sagði Siggi Raggi.

Fannst þér að þið hefðuð mögulega geta unnið þennan leik?

„Manni fannst mörkin vera ódýr, það var ódýrt víti og okkur fannst við líka eiga að fá víti. Á þessum tíma ársins er maður ekki bara að horfa í úrslitin. Frammistaðan var góð og við erum að reyna þróa okkar leik. Það voru fjórir nýir leikmenn sem spiluðu með okkur; Sindri Snær kom flott inn í liðið okkar og gaman að sjá hvernig hann smellpassar inn í þetta hjá okkur."

„Við tókum því fremur rólega í uppbyggingunni fyrir áramót, á meðan Blikar hafa æft stíft og eru að fara á mót í janúar sem þeir ætla að standa sig vel í,"
sagði Siggi Raggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner