Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. febrúar 2023 23:03
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Fannar byrjaði í ævintýralegum slag gegn Feyenoord
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: NEC Nijmegen
Mynd: Guðmundur Svansson

Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði NEC Nijmegen í ótrúlegum bikarleik gegn sterku liði Feyenoord.


Leiknum var að ljúka rétt í þessu eftir vítaspyrnukeppni en Andri Fannar og félagar fóru ótrúlega vel af stað og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik þrátt fyrir yfirburði heimamanna í Rotterdam.

Í síðari hálfleik var Andra Fannari skipt útaf og juku heimamenn sóknarþungan til muna. Þeir áttu 23 marktilraunir, með 12 sem rötuðu á rammann, sem er ótrúleg tölfræði fyrir 45 mínútur af fótbolta. Boltinn rataði þó ekki í netið fyrr en undir lok leiksins.

Philippe Sandler, varnarmaður Nijmegen, fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútunum og var dæmd vítaspyrna semm Orkun Kokcu skoraði úr. Í uppbótartímanum jafnaði Igor Paixao svo metin fyrir heimamenn og náði að knýja framlengingu.

Framlengingin var hreint út sagt ótrúleg. Tíu leikmenn Nijmegen tóku forystuna en hún entist aðeins í tvær mínútur og staðan 3-3 í hálfleik framlengingarinnar.

Í síðari hálfleiknum gerðu heimamenn það sem þeir héldu að væri sigurmarkið á 117. mínútu en gestirnir tóku það ekki til greina.

Jordy Bruijn, sem kom inn af bekknum fyrir Andra Fannar og skoraði fimmta mark leiksins, jafnaði á 118. mínútu og var blásið til vítaspyrnukeppni. 

Þar höfðu heimamenn í Feyenoord betur, 5-3.

Til gamans má geta að Feyenoord átti 50 marktilraunir í leiknum - með 27 sem rötuðu á rammann. Mattijs Branderhorst átti því stórleik í marki Nijmegen þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig.

Feyenoord 4 - 4 NEC Nijmegen
0-1 C. Verdonk ('33)
0-2 P. Marques ('45)
1-2 O. Kokcu ('90, víti)
2-2 I. Paixao ('92)
2-3 J. Bruijn ('96)
3-3 S. Gimenez ('98)
4-3 J. Dilrosun ('117)
4-4 J. Bruijn ('118)
5-3 í vítaspyrnukeppni

Arnór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason og Ari Freyr Skúlason voru allir í byrjunarliði Norrköping í æfingaleik gegn Viborg í dag, með Andra Lucas Guðjohnsen á bekknum.

Norrköping tók forystuna í fyrri hálfleik en tapaði leiknum í þeim síðari þar sem niðurstaðan var 1-2 sigur Viborg.

Varberg tapaði þá æfingaleik gegn Tvaaker. Oskar Tor Sverrisson er á mála hjá Varberg.

Í kvennaboltanum hafði Örebro betur gegn Uppsala. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er leikmaður Örebro. Andrea Celeste Thorisson Diaz er á mála hjá Uppsala.

Norrköping 1 - 2 Viborg

Varberg 1 - 2 Tvaaker 

Örebro 2 - 1 Uppsala


Athugasemdir
banner
banner
banner